02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í B-deild Alþingistíðinda. (377)

92. mál, hlunnindi

Gunnar Sigurðsson:

Eins og jeg tók fram við 2. umræðu þessa máls, þá er jeg „principielt“ með því, að bönkum verði fjölgað. Þeir, sem nú eru fyrir, hafa alt of lítið rekstrarfje, því ef svo væri ekki, þá væri stjórn þeirra óverjandi. En þó þröngt sje í búi hjá oss, þá get jeg þó ekki verið því fylgjandi, að landið sje fylt af smábönkum, sem máske þyrfti að stofna á hverju ári. Mjer finst þingið vera nokkuð lítilþægt að vera að veita slíkan rjett, sem hjer er farið fram á, fyrir einar 2 miljónir. Jeg veit það raunar, að erfitt muni að afla fjár núna, en ef leita á til útlanda með fjársöfnun, þá munu stærri fjesýslumenn þar ekki einu sinni skilja, að verið sje að stofna banka með 2 miljón króna höfuðstól. En aðdróttanir hv. 1. þm. Reykv. (JakM) um, að jeg sje á móti bankanum, eru alveg ástæðulausar. Jeg mun greiða atkv. mitt með frv., að minsta kosti. ef brtt. mín nær fram að ganga.