08.05.1923
Sameinað þing: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í B-deild Alþingistíðinda. (507)

18. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Frsm. allshn. Ed. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Jeg sje ekki ástæðu til að lengja mikið umr. um þetta mál. Hins vegar verð jeg að halda því fram, að þetta mál er ekki eins lítilfjörlegt og hv. 3. þm. Reykv. (JÞ) hjelt fram. Fanst mjer sem hann sjálfur fjellist ekki á það, þar sem hann rökræddi málið frá sínu sjónarmiði. Jeg hefi ekki miklu við að bæta það, sem jeg sagði í fyrri ræðu minni. Vil jeg aðeins benda á það, að mjer þykir líklegt, að svarið verði æðioft hjá þeim sjúklingi, sem ekki vill segja frá: Jeg veit það ekki. Hvað á þá að gera. Þetta skiftist í tvent; sumir vilja strax segja satt og rjett frá, og með þá er engin vandræði; vandræðin eru með hina, sem ekki vilja segja neitt. Jeg fæ ekki sjeð annað en að skylda læknisins verði breytileg, eftir því, hvort þetta verður samþykt eða ekki.