30.04.1923
Efri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (813)

1. mál, fjárlög 1924

Sigurður Jónsson:

Jeg ætla aðeins að tala um eina brtt. nefndarinnar. styrkinn til Halldóru Bjarnadóttur. Nd. ákvað hann 2. þús. kr., en nefndin hjer aðeins 1 þús. kr. Þetta tel jeg misráðið. Það skiftir ekki máli, þó að konan veiti engum skóla forstöðu sem stendur, því hún vinnur heimilisiðnaðarmálinu eins mikið gagn með hvatningum sínum og námsskeiðum.

Þá vil jeg styðja brtt. um hækkun á styrk til dr. Helga Pjeturss. Jeg tel það ekki sæmilegt að veita honum ekki svo mikinn styrk, að hann geti lifað sómasamlegu lífi fyrir hann. Íslenskri tungu verður um aldur sómi og styrkur að til hans og ritgerðum að minsta kosti.