07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

1. mál, fjárlög 1924

Hákon Kristófersson:

* Jeg á enga till. nú við fjárlögin og þarf því ekki að vera langorður. Voru það aðeins ummæli háttv. 1. þm. Árn. (EE), sem gáfu mjer tilefni til að rísa upp. Hann kvartaði undan því, að þm. hefðu viljað gera söluna á Geysishúsinu að hneykslismáli. Þar sem jeg er einn þeirra manna, sem fann að þeirri sölu, vil jeg mótmæla þessu bæði fyrir mína hönd og hinna. Hv. þm. færði það fram sem vörn í málinu, að fyrir lægi umsögn landlæknis um þetta, og mætti af henni sjá, að þetta sje gert með hans ráði. Þeir eru þá einum manni fleiri, sem hafa verið riðnir við þetta hneyksli. Því að hneyksli kalla jeg þetta, ekki af því, að við höfum gert það að því, heldur var það þegar orðið það áður en þing kom saman. Þessi sala var algerlega ófyrirsynju gerð, enda mun ekki á allra færi að mæla henni bót. Að því er viðvíkur snarrótarþúfunni, þá þarf jeg ekki að fara mörgum orðum um hana, því háttv. 2. j)m. N.-M. (BH) hefir svarað því.

Jeg vil þá aðeins benda þessum háttv. þm. (EE), sem sannarlega getur talist til hinna ungu, upprennandi fífla í landinu, jeg vil benda honum á það, að til munu vera snarrótarþúfur hjer í háttv. þingi, þótt ekki sje neinn af þessum fjórmenningum. Vænti jeg þess, að hann hafi komist að raun um þetta um það bil, er hann verður orðinn að bifukollu.

*Ræðan óyfirlesin af þm. (HK).