10.04.1923
Neðri deild: 38. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (969)

44. mál, vélgæsla á íslenskum mótorskipum

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Jeg ætla aðeins að lýsa því yfir fyrir hönd sjávarútvegsnefndar, að hún felst algerlega á breytingar þær, sem háttv. Ed. hefir gert á þessu frv., þar sem það er upplýst, að langflestir vjelbátar eru 12 smálestir og þar yfir að stærð, og því mun rjett að miða heldur við þá stærð. Hefi jeg borið mig saman við flm. þessa frv. (MK) um þetta, og er hann okkur sammála um þetta. Leggjum við því til, að háttv. deild samþykki frv. eins og það kemur frá Ed.