22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Magnús Guðmundsson:

Það er rjett, að þetta atriði hefir komið fyrir og farið til dómstólanna og gengið þar á móti hlutaðeigandi konsúl, svo að engin ástæða er til breytinga á gildandi lögum. En það breytir engu um það, að ef 1. gr. frv. verður samþykt eins og hún er nú, sje jeg ekki betur en að sendiræðismenn erlendra ríkja verði skattskyldir yfirleitt, en það fer í bága við alþjóðarjett.