15.04.1924
Efri deild: 49. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1632 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

101. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Samgmn. Ed. var einhuga um að leggja til, að frv. þetta yrði samþykt. Þó álítum við, að tryggja þyrfti betur en frv. ákveður, að verulegur vilji sveitarmanna væri fyrir þeim breytingum, sem frv. heimilar. í frv. stendur, að hreppsfjelögum sje heimilt að greiða skattinn úr sveitarsjóði, sje það samþykt með meiri hluta atkvæða á lögmætum sveitarfundi. En við vitum, að sveitarfundir eru oft illa sóttir og fámennir, en geta engu að síður verið lögmætir. Fanst nefndinni rjett að tryggja hreppsfjelögum, að heimildin yrði ekki notuð nema ákveðinn meiri hluti væri breytingunni fylgjandi. Leggur nefndin því til, að í stað orðanna „meiri hluti“ komi: „2/3“