16.04.1924
Efri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1650 í B-deild Alþingistíðinda. (1051)

60. mál, ríkisskuldabréf

Ingvar Pálmason:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, af því að jeg lít svo á, að ekki sje heppilegt að vera altaf að gera breytingar á nýjum lögum, sem lítil eða engin reynsla er fengin fyrir. Hefði jeg því heldur kosið, að lög þau, sem breyta á með frv. þessu, hefðu fengið að standa lengur, svo að einhver reynsla hefði fengist fyrir þeim áður en þeim var breytt. Annars lít jeg svo á, að of mikið sje gert að þessum lagabreytingum hjer á Alþingi. Í þessu var fyrirvari minn fólginn.