20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1790 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

90. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Flm. (Jón Baldvinsson):

Það er nú svo ákveðið í lögum, að í bæjarstjórnir skuli kosið með hlutfallskosningu. En það er ekki alstaðar, að nefndir í bæjarstjórnum sjeu þannig kosnar.

Á síðasta þingi var bæjarstjórn Reykjavíkur heimilað að kjósa nefndir með hlutfallskosningu, en það hefir ekki verið lögleitt í Hafnarfirði. Frv. þetta ber jeg fram vegna tilmæla manna úr Hafnarfirði. Jeg vænti, að svo sjálfsagt mál sem þetta mæti ekki mótmælum, en aðeins formsins vegna vil jeg leggja til, að það verði látið ganga til allshn.umr. lokinni.