29.04.1924
Efri deild: 57. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1954 í B-deild Alþingistíðinda. (1410)

61. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Sigurður Jónsson:

Hv. 1. þm. Rang. (EP) tók það fram, að best væri að fara varlega í máli þessu. En ágreiningurinn er þá um það, hvað sje að fara varlega í þessu efni. Finst mjer, að hv. 1. þm. Rang. hafa haft málið svo lengi til athugunar, að hann ætti að vera einráðinn í því, ásamt okkur hinum utan af landi, að fara ekki beint á móti vilja bæjarstjórnarinnar um málið. Tel jeg, að það sje að fara varlegast að samþykkja frv. eins og hv. Nd. hefir þó breytt því frá því, sem það kom frá bæjarstjórninni. Jeg er því á móti brtt., þar sem engar líkur eru til, að frv. gangi í gegnum þingið að þessu sinni, ef þær verða samþyktar.