01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í B-deild Alþingistíðinda. (1503)

29. mál, hæstiréttur

Sigurjón Jónsson:

Jeg stóð upp aðeins til að bera af mjer þær getsakir, sem fólust í orðum hv. þm. Str. (TrÞ), er hann kvað allar brtt. við þetta frv. vera fram bornar í því skyni að fyrirfara málinu. Jeg er viss um, að málið gengur jafnt fram fyrir því, þótt sú brtt., sem jeg hefi komið fram með, verði samþykt, enda var hún alls ekki borin fram í því skyni að lóga málinu. Jeg vildi aðeins taka þetta fram til að sýna, að það er ekki rjett að gera mönnum aðrar hvatir en um er að ræða.