08.03.1924
Efri deild: 14. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í C-deild Alþingistíðinda. (1893)

65. mál, Alþingistíðindi, niðurfelling umræðuparts

Ingibjörg H. Bjarnason:

Það er eins fyrri daginn, að það er tæpast hægt að svara háttv. 5. landsk. (JJ). Það, sem hann sagði, voru ekki einungis fullyrðingar út í bláinn, heldur einnig persónulegar skammir, eins og vant er hjá honum. En hvað sem hann segir, mun jeg hvorki blikna nje blána fyrir framkomu mína hjer á Alþingi, þrátt fyrir það, þó að hv. þm. hafi róið undir því úti um land að fá fram ósannar sögur um starfsemi mína hjer. (JJ: Þetta er lýgi!) (Forseti (HSteins) hringir: Þetta er ekki þinglegt orð.) Jeg þekki ekki þetta orð. Eins og t. d., er hann síðast liðið vor fjekk því til leiðar komið á fundi norðlenskra kvenna, að kona ein, utan fjelagsins, fjekk komið inn á dagskrá máli, sem ekkert kom fundinum við. (JJ: Tóm ósannindi.) Þetta er sannanlegt, og mun jeg standa við það.

Hafi hv. 5. landsk. (JJ) ekki ástæðu til að blikna fyrir framkomu sína hjer á Alþingi, þá hefi jeg það ekki.