02.04.1924
Neðri deild: 40. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 686 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

1. mál, fjárlög 1925

Hákon Kristófersson:

Það voru aðeins fáein orð viðvíkjandi því, sem háttv. 2. þm. Reykv. (JBald) beindi til mín í síðustu ræðu sinni. Vil jeg ekki láta þann misskilning óleiðrjettan, sem kom fram hjá hv. þm. Hann sagði, að eina „glansnúmer“ mitt frá síðasta hausti væri árás á fyrverandi fjrh. Magnús Jónsson. Jeg vænti þess, að hv. þm. geri mjer þann greiða að skila því til bolshevikkadrengsins, sem sendur var vestur til að „agitera“ á móti mjer, að þetta sje algerlega ósatt, og hefi jeg þar með mótmælt þessum áburði. Frekar þarf jeg ekki að deila við minn góða vin, hv. 2. þm. Reykv.