29.02.1924
Neðri deild: 11. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í C-deild Alþingistíðinda. (2264)

39. mál, kosningar til Alþingis

Flm. (Halldór Stefánsson):

Jeg get látið athugasemdir hv. þm. Barð. (HK) hlutlausar að mestu leyti. Jeg vil aðeins drepa á eitt atriði. Hv. þm. sagði, að færsla kjördags gæti orðið til þess að gera sjómönnum erfitt fyrir. Það mun nú vera svo, að haustkjördagurinn hafi upphaflega verið ákveðinn með tilliti til sjómanna. En síðan hefir lögunum verið breytt, svo sjómenn geta kosið, hvar sem þeir eru staddir. Er því engin ástæða til að telja færslu kjördagsins varhugaverða þeirra vegna.