22.04.1924
Neðri deild: 53. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í C-deild Alþingistíðinda. (2807)

138. mál, happdrætti

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg skal ekki tefja þessa umræðu með langri ræðu, Og jeg hefði ekki tekið til máls, ef umræður hefðu ekki verið vaktar af öðrum. En bæði af því, að hv. flm. þessa máls eru margir mætir menn, og hinsvegar af því, að jeg verð að vera á móti frv., eins og hv. 3. þm. Reykv. (JakM) þá þykir mjer rjett að gera örlitla grein fyrir afstöðu minni þegar við þessa umr. En jeg tek það fram, að jeg ætla ekki að gera neinn hvell út af því, heldur að komast af með sem fæst orð.

Jeg er á móti frv. af þeirri ástæðu fyrstri að hjer en að ræða um einkaleyfi handa útlendingum. En mín skoðun en sú að þingið hafi, því miður, alt of oft á undanförnum árum lagt sig of flatt fyrir útlendum mönnum, er þeir sóttust eftir rjettindum, með því að veita þeim leyfi til að reka hjer hitt og þetta. Oftast hefir sú raun orðið á, að þingið hefir verið gabbað, þau fríðindi, sem boðin, voru á móti, hafa aldrei verið látin af hendi og árangurinn enginn orðið. Venjan er sú, að Alþingi hefir ginið við önglinum, sem þessir útlendu menn hafa að því rjett, en ekkert hefir orðið úr veiðinni. Hitt er ekki vafa bundið, að þegar útlendingar koma þannig þá er það ekki af neinni ást til landsins, heldur aðeins í þeirri von að geta hagnast á því. Og jeg get tekið undir með Magnúsi sál. Stephensen: Quiquid id est, timeo Danaos et dona ferentes,

Og við höfum fulla ástæðu til að segja þetta. þegar útlendingar koma og bjóða slík. fríðindi.

Þetta er fyrsta ástæðan til að jeg ætla að við eigum ekki að bregða við í hvert skifti, sem útlendingar rjetta að okkur beituna.

Í öðru lagi er jeg á móti þessu máli af því, að hjer er verið að stofna óþrifnaðarstofnun.

Jeg játa, að hv. flm. gengur gott eitt til er þeir vilja útrýma þeim happrdrættum, sem nú eru. Því mikið fje gengur á þann hátt úr landi, og vitanlega kemur lítill hluti þess aftur. En jeg segi, ef slíku má útrýma á þennan hátt, þá má alveg eins útrýma því með öðru móti, því, að banna alt happdrætti, bæði útlent og innlent.

Í þriðja lagi er jeg á móti þessu máli, af því það er, ilt afspurnar og mun spilla áliti okkar út um heim. Okkar land er nú lítt kunnugt út í heimi, en það er frægt af fortíðinni. En stór auglýsing myndi það vera um okkur nú, ef þetta gengi fram, sem hjer er gert ráð fyrir, að hlutirnir sjeu seldir um víða veröld. Jeg segi, að það sje leiðinleg auglýsing um Ísland, að menn, sem ekki gátu komið slíku við annarsstaður, fóru til sögueyjarinnar norður í haf til að reka hingað af því, að þröngt er um að stofna til slíks erlendis.

Fjórða og síðasta ástæðan til þess að jeg er á móti þessu máli er sú, að eins og það er ilt afspurnar út á við, eins er það til óþrifnaðar innanlands. Það er bæði rekið af útlendingum og er óheilbrigt og óheilnæmt í sjálfu sjer. Það eltir upp í mönnum þá skoðun, að hepni en ekki iðni og ástundun hjálpi mönnum áfram. Jeg get ekki hugsað mjer, að það verði nokkurntíma til nokkurra þjóðþrifa.

En þó að jeg líti svona á málið, frá mínum bæjardyrum, þá er jeg síður en svo að kveða upp þungan dóm yfir hv. flm. Jeg veit, að þeir vilja ekki stofna til fjárglæfra, heldur ætla sjer að safna fje til góðra fyrirtækja á þennan hátt. En jeg sje ekki, að sá tilgangur náist.