25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í D-deild Alþingistíðinda. (2905)

103. mál, endurheimt ýmsra skjala og handrita

Forsætisráðherra (JM):

Jeg skal geta þess, að jeg hefi enn ekki rannsakað það, hve lengi ríkið er bundið með leigusamningi við húsnæði það, sem verslunin hefir nú. Jeg vil líka taka það fram, að það hefir enn ekki verið ákveðið, hvort verslunin verður afhent gegn hundraðsgjaldi eða öðruvísi ákveðnu gjaldi. En ef ríkið á að hagnast á þessu, sem áreiðanlega er tilgangurinn með þessari breytingu, sem hjer ræðir um, þá verður gjaldið að minsta kosti að miðast við þá sölu, sem líklegt þykir að verða muni.