25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í D-deild Alþingistíðinda. (2913)

131. mál, slysatryggingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg var hjer ekki við fyrri umr. málsins, og gat því ekki látið uppi álit mitt þá. Jeg skal taka það fram, að jeg hefi ekkert á móti skipun þessarar nefndar. Hitt tel jeg sjáanlegt, að það er ekki tilætlunin, að stjórnin flytji þetta fyrirhugaða frv. á næsta þingi, heldur að hún verði ekki annað við málið riðin en að skipa þessa nefnd. Jeg er að vísu fús til þessa, en skal þó taka það fram strax, að verði ekki hægt að fá þessa góðu menn til að taka að sjer þennan starfa fyrir þá borgun, sem til er tekin í till., þá getur stjórnin ekki gert meira.