26.04.1924
Efri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (3056)

125. mál, hressingarhæli fyrir berklaveika

Jónas Jónsson:

Það eru örfá orð. Þó að hjer sýnist vera um einkafyrirtæki að ræða, þá er grunur minn sá, að það geti komið til með að vaxa svo, að það verið sem stór viðbót við Vífilsstaðahælið. En með tilliti til þess, að hjer sje slegið föstu um þennan stað, sem ekki er heppilegur fyrir sjúklinga, og önnur betri skilyrði fyrir hendi hjer á landi, þá sýnist mjer ekki rjett að hrapa að ákvörðun í málinu. Geri jeg að minni tillögu, að þáltill. og brtt. sje vísað til mentmn.