05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í D-deild Alþingistíðinda. (3263)

147. mál, holdsveikraspítalinn

Sigurður Eggerz:

Jeg get ekki annað en verið hv. 5. landsk. (JJ) sammála um, að nauðsynlegt sje að koma helst öllum holdsveikum mönnum á spítalann, og væri æskilegt, að stjórnin styddi að því. Annars hefi jeg, í þessu máli, fyrir mjer, ekki einungis álit próf. Sæm. Bjarnhjeðinssonar, heldur og próf. Ehlers, sem er heimsfrægur sjerfræðingur í húðsjúkdómum. Mælir hann harðlega á móti þessari ráðstöfun, sem hjer er um að ræða, og telur þetta beina árás á læknisvísindin, ef þetta verði samþ. þótt landlæknir og tveir aðrir læknar sjeu á annari skoðun, met jeg meira dóm þessara tveggja sjerfræðinga. Verð jeg því að vera á móti því, að gamalmennum sje komið fyrir í spítalanum.