26.02.1924
Neðri deild: 8. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

atvinnumálaráðherra (KlJ):

Jeg leyfi mjer að leggja fyrir þessa háttv. deild eftirtalin frumvörp:

A. Af hálfu atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins:

Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita undanþágu frá ákvæðum laga nr. 47, 3. nóv. 1915, um breytingu á lögum um útflutning hrossa, 22. nóv. 1907.

B. Af hálfu fjármálaráðuneytisins:

1. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisauka.

2. — til laga um breyting á lögum nr. 74, 27. júní 1921, um tekjuskatt og eignarskatt.