24.03.1924
Efri deild: 27. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2379 í B-deild Alþingistíðinda. (52)

Mannaskipti í nefndum

forseti (HSteins):

Jeg skal geta þess, að við nýafstaðin stjórnarskifti hefir hæstv. forsrh. (JM) gengið úr þremur fastanefndum þessarar hv. deildar.

Nú hefir það áður verið venja hjer í þinginu, að sá flokkur, sem misti mann úr nefnd, tilnefndi annan í hans stað. Í samræmi við þessa venju hefir Íhaldsflokkurinn komið sjer saman um að tilnefna þessa hv. þingdeildarmenn í þær nefndir, sem hæstv. forsrh. (JM) gekk úr:

Í fjhn.: Sigurð Eggerz 1. landsk. þm., Í allshn.: Jóh. Jóhannesson þm. Seyðf., í mentmn.: Eggert Pálsson, 1. þm. Rang.

Ef þessu er ekki mótmælt, skoðast það ákveðið, og taka þá þessir menn sæti í nefndunum. (EÁ: Fer þetta ekki í bága við þingsköpin?). Þessari venju hefir altaf verið fylgt í hv. Nd., og enda verður ekki sjeð, að hún brjóti í bága við þingsköpin. Hjer í þessari hv. deild hefir aftur á móti stundum farið fram kosning, þegar svona hefir staðið á, og ef þess er óskað, þá er mjer ljúft að láta fara fram kosningu einnig nú.