01.05.1924
Efri deild: 59. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

5. mál, vegalög

Jónas Jónsson:

Jeg verð að taka það fram, eins og hv. 1. þm. Rang. (EP), að mjer finst, að það væri alveg óverjandi að láta þetta mál stranda nú á síðustu stundu.

Okkur, sem áttum sæti hjer í hv. Ed. í fyrra, er vel kunnugt um, að það var rætt um það hjer í deildinni í fyrra að ljetta viðhaldi Holtavegarins og Fagradalsbrautar af sýslufjelögunum, og margir háttv. þm. lýstu því yfir, að þeir myndu fylgja þessu fast fram nú á þinginu, að þessum tveim vegum væri ljett af sýslunum, eins og Flóaveginum var ljett af Árnessýslu. Hæstv. fjrh. veit það vel, að Suðurlandsundirlendið er alveg að sligast undir viðhaldi veganna. Og að því er Holtaveginn snertir, eru það hrein og bein vandræði, ef ekki er hægt að halda honum sæmilega við, og nú liggur hann undir eyðileggingu, því að sýslunni er það algerlega ofvaxið að halda honum við, svo að í lagi sje.

Jeg vona því, að frv. þetta nái fram að ganga, þar eð það hefir haft mikið fylgi hjer í þessari hv. deild. Og jeg vona, að málið verði ekki dregið á langinn, því að lítilsháttar dráttur getur hæglega orðið til þess, að málið nái ekki fram að ganga á þessu þingi.