21.03.1924
Neðri deild: 29. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í B-deild Alþingistíðinda. (80)

1. mál, fjárlög 1925

Jón Þorláksson:

Jeg hafði ætlað mjer að koma með nokkrar athugasemdir við þessa umræðu við skýrslu hæstv. fjrh. (KlJ) um fjárhag landsins og bæta við þessa skýrslu hans nokkrum frekari upplýsingum, sem jeg hefi haft sjerstaklega ástæðu til þess að afla mjer sem formaður fjhn., en eftir þeim atvikum, sem fyrir liggja, ætla jeg mjer að láta það bíða til 3. umr. þessa máls, og mun jeg þá nota mjer þann rjett, sem þingsköpin heimila til þess að ræða mál alment við þá umr.