29.03.1924
Neðri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1520 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

100. mál, verðtollur

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg get vísað til þeirrar yfirlýsingar, sem jeg gaf í gær. Jeg veit ekki betur en að hún væri fullskýr. Mjer finst ekki nein nauðsyn á því, að sjerstakt frv. um innflutningshöft komist í gegnum þingið. Það ætti ekki að vera neitt aðalatriði, hvort ný lög um þetta efni verða afgreidd eða farið eftir eldri lögum. Ef innflutningshöftin eru framkvæmd nægilega röggsamlega, hvort sem ný lög koma eða ekki, þá finst mjer, að það ætti að duga. Annars get jeg tekið það fram, að jeg er alveg sammála hæstv. fjrh. í því, að eigi stjórnin að ákveða, hvað eru aðalatriði og hvað aukaatriði í frv. hv. þm. Framsóknarflokksins um innflutningshöft, þá er ekkert unnið fyrir flokkinn við þá yfirlýsingu, er hann fer fram á, að stjórnin gefi. Annars skal jeg lýsa því yfir, að jeg læt Framsóknarflokkinn ekki kúga mig til eins eða neins og gef þess vegna ekki neina þá yfirlýsingu, sem jeg þykist ekki geta staðið mig við að gefa. Jeg læt ekki svínbeygja mig í þessu máli frekar en öðrum.