12.05.1925
Neðri deild: 78. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2128 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

8. mál, verslunaratvinna

Atvinnumálaráðherra (MG):

Háttv. 3. þm. Reykv. (JakM) er í efa um, hvort mjólk, brauð og kökur megi selja án verslunarleyfis. Jeg tel, að þessar tegundir muni falla undir undantekninguna í 2. lið 1. gr„ en ef til vill er þetta vafasamt vegna ákvæða 3. gr., en tilætlunin hefir ekki verið hjá mjer, að verslunarleyfi þyrfti í þessum tilfellum, og svo virðist hv. nefnd einnig hafa skilið þetta. Það, sem hv. 2. þm. Reykv. (JBald) hefir sagt um vjelaunninn iðnað, eru aðeins hártoganir. Það mætti eins segja, að saumnál væri vjel og það vjelunnið, sem með henni er saumað.