21.03.1925
Neðri deild: 39. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2373 í B-deild Alþingistíðinda. (1442)

61. mál, vörutollur

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Þar sem svo er orðið áliðið fundinn, mun jeg ekki bœta miklu við það, sem stendur í nál. fjárhagsn. á þskj. 202. Þegar lögin um vörutoll voru endurskoðuð á þingi 1921, var það tilætlunin, að flestar vörur, sem landbúnaður og sjávarútvegur þyrftu til framleiðslunnar, skyldu tollaðar samkv. 2. lið 1. gr. þeirra laga. Þrátt fyrir það getur engum dulist, að enn eru margar slíkar vörutegundir tollaðar samkvæmt 7. fl. sömu gr. í þessu frv. er talið það, sem nauðsynlegast þykir að flytja yfir í 2. fl., sökum þess að tollurinn er alt of hár í hlutfalli við verðmæti vörunnar, svo og til þess að fá samræmi í framkvæmd laganna. Girðinganet eru t. d. sumstaðar á landinu tolluð í 2. fl., en sumstaðar í 7. fl., og vill nefndin færa þau yfir í 2. fl.