19.03.1925
Neðri deild: 37. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2653 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

99. mál, innheimta gjalda af erlendum fiskiskipum

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg bjóst við því, að frsm. þess kafla fjárlagafrv., sem þetta mál heyrir undir, myndi kveðja sjer hljóðs, því að mál þetta hefir verið sjerstaklega rætt í fjvn.

Þegar fjvn. í samráði við hæstv. fjrh. (JÞ) ákvað að leggja það til, að skrifstofufje sýslumanna yrði hækkað um 40 þús. kr., þá skildist okkur, sem í nefndinni eigum sæti, að sýslumennirnir ættu ekki að fá neitt af þessu gjaldi, og a. m. k. alls ekki svo mikið sem í frv. er gert ráð fyrir. Vil jeg því vona, að hv. fjhn. athugi frv. nánar, þó áð því verði ekki beinlínis vísað til hennar aftur, þar sem hún flytur það, því að það er óviðkunnanlegt, að tvent ólíkt sje samtímis ákveðið í tveimur nefndum í þinginu.

Mjer hefir altaf skilist, að afleiðingin af hækkuðum skrifstofukostnaði sýslumanna hlyti að verða sú, að þeir fengju ekki jafnmiklar aukatekjur eftir sem áður.