18.04.1925
Efri deild: 55. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2698 í B-deild Alþingistíðinda. (1760)

116. mál, gengisskráning og gjaldeyrisverslun

Fjármálaráðherra (JÞ):

Efni þessa frv. þarfnast ekki skýringar. Það fer ekki fram á neitt annað en framlengingu á löggjöfinni um gengisskráningu og gjaldeyrisverslun, sem fellur úr gildi í lok yfirstandandi árs. Þar sem nú stjórnin er sannfærð um, að þetta skipulag hafi reynst vel, þá taldi hún rjett, að því væri haldið áfram, og fór því fram á það við hv. fjhn., að hún flytti frv. þetta. Vil jeg leyfa mjer að óska, að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umræðu. Nefndar mun tæpast þurfa.