08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3347 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

81. mál, sáttatilraunir í vinnudeilum

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Mjer er ekkert kappsmál um það, hvort Búnaðarfjelagið og Fiskifjelagið skipa oddamanninn eða hæstirjettur. En meiri hl. nefndarinnar fanst ekki ástæða til að breyta þessu. Hvort sem heldur er, getur vel svo farið, að atvrh. þurfi að skipa sáttasemjarann. Jeg skil 1. gr. svo, að ef ekkert samkomulag verður um tillögu um skipun sáttasemjara, þá skipi atvinnumálaráðherra hann eigi að síður.