16.03.1925
Neðri deild: 34. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í C-deild Alþingistíðinda. (2376)

45. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Ágúst Flygenring:

Jeg ætla aðeins að taka það fram, út af því, sem hv. þm. Borgf. (PO) sagði, að hv. frsm. meirihl. (JakM) og jeg værum að hrekja hver annars skoðun, að jeg hefi ekki orðið var við það. Jeg hefi ekki orðið var við neitt ósamræmi, og jeg held við höfum sömu skoðun á þessu máli. En jeg hefi auðvitað þá sjerstöku skoðun, hvað viðvíkur; skipstjórunum, að það myndi ekki gera þá löghlýðnari, að hóta þeim harðari refsingu, og jeg hefi mikið fyrir mjer í því. Að þessu leyti geta skoðanir okkar verið skiftar. En að öðru leyti hefir ekkert ósamræmi komið fram millum okkar. Enda þekkjum við báðir málið sæmilega vel.