19.03.1925
Neðri deild: 37. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í C-deild Alþingistíðinda. (2516)

33. mál, lærði skólinn

Tryggvi Þórhallsson:

Það er stutt athugasemd. Jeg vildi aðeins taka fram út af ræðu hv. þm. Dala. (BJ), að það var ekki það, sem mjer gekk til, að jeg vildi firra Hafnarfjörð, Reykjavík eða Akureyri þessum útgjöldum. Jeg skal ekki verða til þess frekar en hann að verja það, að ríkið eigi að bera þennan kostnað í staðinn fyrir bæina. Mjer er ósárt um, þótt þeim bæjarfjelögum blæði nokkuð. En jeg tel mjer rjett og skylt að heimta það, að fá að vita fyllilega, hvað af þessu leiðir fjárhagslega, hvað leiðir af því fyrir ríkissjóð, og hvað fyrir hjeruðin. Svo skal jeg taka mína ákvörðun á eftir. Alþingi á heimtingu á að fá fullar upplýsingar um málið.