28.02.1925
Neðri deild: 22. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 978 í C-deild Alþingistíðinda. (2812)

37. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Tryggvi Þórhallsson:

Það er aðeins stutt athugasemd, og um leið fyrirspum, sem jeg vil beina til hv. 2. þm. Reykv. (JBald). Hann ljet fulltrúa sveitanna að ýmsu góðu getið, en jeg get þó ekki tekið til mín það, sem hann lalaði um ágengni sveitanna gegn kaupstöðunum. Þessi ummæli hans kannast jeg ekki við, að sjeu rjettmæt, en þau minna mig á gömlu söguna um úlfinn og lambið. Þetta, að fulltrúar kaupstaðanna eru að ásaka sveitirnar um ágengni og yfirgang, er viðlíka sanngjarnt og sakir þær, sem úlfurinn bar á lambið. Svo er þessi fyrirspurn: Fari nú svo, að frv. þetta verði samþ. óbreylt eins og nefndin leggur til, vill þá nefndin gera það að reglu í sveitum, að útsvar sje lagt á kaupafólk úr kauptúnunum? (Atvrh. MG: Þetta er líka gert víða. — PO og fleiri þm. taka undir þetta. — Forseti, BSv: Vill þá ekki einhver hv. þm. biðja um orðið? það mun verða veitt; það hlýðir betur en samtal á þingbekkjunum.) — Það mun yfirleitt ekki vera gert, þó að heimilt kunni að vera í einstökum tilfellum.