16.03.1925
Efri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í B-deild Alþingistíðinda. (475)

13. mál, smjörlíki

Jónas Jónsson:

Mjer sýnist alls ekki örvænt um, að fram úr þessu máli megi ráða án þess að samþykkja þetta frv. stjórnarinnar. Mjer virðist svo, að hafi það verið rjett yfir höfuð að banna að hafa þessa tvennskonar framleiðslu, þá hlýtur það einnig að vera rjett í einstökum tilfellum. Verður því sú krafa að fá að standa óhögguð, að þetta skuli vera sundurgreint. Hinsvegar eru hjer allir sammála um, að ljetta verði af láninu, og tel jeg það vel fært og vil skjóta því til háttv. nefndar að athuga, hvort ekki gæti komið til mála að taka málið út af dagskrá í bili og leita á meðan hófanna við fjvn. þingsins, hvort ekki fengist nú eftirgefið lánið, ef smjörmarkaðurinn sýndist vera í hættu vegna þessarar undanþágu. Þó ekki fengist eftirgefinn nema nokkur hluti lánsins, væri það þó betra en að þurfa að veita þessa. undanþágu.