16.04.1925
Neðri deild: 57. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1484 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er, eins og annað hjá hv. þm. Str. (TrÞ), misskilningur eða rangfærsla, að jeg hafi sagt, að maðurinn ætti að fara að fara. Jeg sagði, að um það hefðu heyrst harðar raddir, að hann yrði látinn fara sem fyrst. Jeg sagði líka, að jeg mundi slá starfinu upp, og því væri ekki hægt að láta manninn fara strax. Af þessum ástæðum býst jeg alls ekki við, að samningar við sendimanninn verði fullgerðir áður þingi slítur, og þess vegna mun ekki verða hægt að taka nákvæma fjárhæð í fjárlögin 1926, enda býst jeg við, að þær 10 þús. krónur, sem í fjárlagafrv. 1926 standa í þessu skyni, muni vera nærri lagi. Það er því ósatt, að hjer sje um viljaleysi eða feluleik að ræða.