18.04.1925
Neðri deild: 59. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1499 í B-deild Alþingistíðinda. (746)

12. mál, fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu

Forsætisráðherra (JM):

Jeg verð að játa, að jeg skildi ekki ræðu háttv. 1. þm. Árn. (MT), þar sem hann var að tala um það, sem gengið hefði á undan bresku samningunum, nema því aðeins, að það sje ófriðurinn mikli, er fyrir honum vakir. ófriðurinn eða byrjun hans var auðvitað undanfari samninganna. En ekki átti stjórnin sök á honum.