11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1739 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

30. mál, laun embættismanna

Frsm. minni hl. (Klemens Jónsson):

Þetta frv. er komið aftur úr Ed. Þegar það var hjer áður, lá það fyrir fjhn., en af því að skamt er síðan það kom úr Ed. og mikið hefir verið að gera, hefir nefndin í heild ekki getað athugað það nú. Það er aðallega eitt atriði, sem hefir verið breytt, að prestar, sem ekki er skylt að búa í kaupstað eða verslunarstað, eiga eftir frv., eins og það er nú, að fá 5/6 launauppbótar. Jeg hefi haft tal af nefndarmönnum öllum nema einum, og eru þeir ásáttir um að samþykkja frv. óbreytt eins og það nú liggur fyrir.

Jeg legg því til, fyrir nefndarinnar hönd, að svo sje gert.