28.04.1926
Neðri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1459 í B-deild Alþingistíðinda. (1031)

99. mál, vörutollur

Klemens Jónsson:

Það er alls ekki meining mín með brtt. á þskj. 434 að leggja til, að steinolíutollurinn verði alveg afnuminn. Nú vildi jeg afnema korntollinn og áleit rjett að gera það á sama hátt og hv. nefnd hafði gert með sinni brtt. Mín brtt. er alveg samskonar og á þskj. 443, en meiningin er, að hvor brtt., sem samþykt verður, þá kemur nýr e.-liður.

Jeg hefi tekið eftir því, að hæstv. atvrh. og fleiri hafa misskilið mig í þessu efni, en jeg mun bera fram skriflega brtt., svo að þetta verði ekki misskilið.

Mjer fanst hæstv. fjrh. hafa hlýleg orð við 1. umr. um hugmyndina að fella niður kornvörutollinn, en hann kvaðst þó ekki geta verið með till., þar sem hún stæði ekki í sambandi við till. fjhn. En hvortveggja er breyting á sömu lögum og borin fram af tveimur fjárhagsnefndarmönnum, og þess vegna sá jeg ekki ástæðu til þess að koma fram með nýtt frv. um þetta eina atriði.