29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1522 í B-deild Alþingistíðinda. (1094)

56. mál, vélgæsla á gufuskipum

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. það sem hjer liggur fyrir, er komið frá hv. Nd. og var flutt þar af sjútvn. eftir ósk stjórnarinnar. Sjútvn. þessarar deildar hefir athugað frv. og lagt til, að það verði samþ. óbreytt. Í greinargerð, er fylgdi frv. upphaflega, eru teknar fram ástæður þær, er valda því, að það er fram komið, og bent á, að í frv. felist nægileg trygging fyrir því, að heimild sú, sem farið er fram á að verði veitt, muni ekki verða misnotuð. Býst jeg við, að hv. þm. hafi athugað málið, og legg jeg því til, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir.