20.03.1926
Neðri deild: 36. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2239 í B-deild Alþingistíðinda. (1800)

15. mál, útsvör

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Þar sem umræðan hefir nú staðið í fjóra daga og menn eru eðlilega þreyttir orðnir, en hinsvegar nauðsyn á því, til þess að málið gangi fram, að þessari umr. verði lokið á þessum fundi, þá mun jeg, þótt jeg að vísu hafi ærna ástæðu til að svara nokkrum hv. þdm., sem veist hafa að frv. og brtt. nefndarinnar á þessum fundi, einkanlega hv. þm. Mýr. (PÞ) og hv. þm. Barð. (HK), láta það hjá líða að þessu sinni. Mun jeg fresta því til 3. umr. að drepa á það, sem máli skifti í ræðum þeirra.