27.03.1926
Neðri deild: 42. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í C-deild Alþingistíðinda. (1911)

52. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg vil biðja hv. þdm. að athuga, að hjer er verið að fjölga lögveðum á skipum, en nú er svo komið, að þau eru fleiri en þau mega vera. Vegna allra þessara lög- og sjóveða er nú nær því ómögulegt fyrir banka að lána út á skip.

Þetta, að bankarnir geta varla skoðað skipsveð sem tryggingu lengur, þrengir mjög að útgerðarmönnum og gerir þeim allar lántökur til rekstrar útgerðinni mun erfiðari en áður var.

Legg jeg því á móti þessu frv.