01.05.1926
Efri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

1. mál, fjárlög 1927

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg ætla aðeins að svara hv. form. nefndarinnar fáeinum orðum. Jeg held, að það sje mjög slæm og óheppileg venja, sem hjer gildir, að fjvn. gefi út nál. í einu lagi, þó að þar klofni og ekki sje nema hluti af nefndinni, sem stendur að því. Það má auðvitað búast við því, að það verði sinn meiri hl. í hvert skifti, en það mun þó oftast fara nokkuð eftir flokkum. Það er venja víða annarsstaðar, þar sem jeg þekki til um þingvenju, að ef nefndir klofna í málum, gefa þær út sjerstök nál., hver hlutinn í sínu lagi. Við það er það unnið, að þá vita menn, að hverju er að ganga, bæði þeir, sem lesa þingtíðindin, og aðrir. Jeg get ekki sjeð neitt barnalegt við það, þó að jeg geti ekki lofað nefndin fyrir það að gefa út samhljóða álit og till., en klofna svo um hvorttveggja í veigamestu atriðunum, þegar til atkvgr. kemur.