12.04.1926
Efri deild: 48. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 284 í C-deild Alþingistíðinda. (2080)

97. mál, kvennaskólinn í Reykjavík

Sigurður Eggerz:

Mig furðar á því, að hæstv. forsrh. (JM) skyldi vera að tala um það, hversu oft jeg kastaði hnútum til hæstv. stjórnar, eins lítið og jeg hefi gagnrýnt störf hennar. Því satt að segja hefi jeg vonda samvisku yfir, hversu lítið jeg hefi gert að því.

Hvernig stendur annars á því, að þeir sömu háttv. þm., sem stóðu í fyrra andvígir við Blönduósskólann, eru nú alt í einu orðnir með honum? Er ekki einhver angi af hinni illræmdu hreppapólitík í þessu? Er þetta ekki gert til þess að koma Reykjavíkurskólanum gegnum þingið?

Annars getur vel verið, að jeg fari hjer eftir að kveða fastara að við hæstv. stjórn, því að sannarlega mundi hún hafa gott af því.