29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í C-deild Alþingistíðinda. (2155)

40. mál, yfirsetukvennalög

Jóhann Jósefsson:

Jeg skrifaði undir nál. með fyrirvara, vegna þess að jeg var ekki allskostar samþykkur því, að grein frv. um eftirlaun til yfirsetukvenna væri algerlega kipt í burt. Jeg vildi þó ekki gera þetta að svo miklu ágreiningsefni að fylgja ekki nefndinni að öðru leyti. Jeg vildi aðeins hafa óbundnar hendur um þetta atriði, ef síðar kynni að koma fram brtt.

Að öðru leyti en þessu er jeg nefndinni samþykkur.