28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í C-deild Alþingistíðinda. (2572)

109. mál, landhelgissjóður

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg vænti þess, að hv. deildarmenn sjái það á greinargerð þessa frv., að nefndin byggir tillögur sínar á því, að árlegar tekjur landhelgissjóðs eru nú orðnar það miklar, að engin ástæða er til þess, að ríkissjóður greiði framvegis tillag til hans; þótt keypt verði nýtt skip á kostnað landhelgisjóðs, verða vextir sjóðsins samt sem áður meira en helmingi meiri en tillagi ríkissjóðs nemur, og hinsvegar er ákveðið, hve miklu megi verja árlega úr landhelgissjóði til landhelgisgæslunnar á fjárlögunum, svo að jafnan má gæta þess, að sjóðurinn vaxi hæfilega.