08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1436 í C-deild Alþingistíðinda. (2699)

81. mál, Landsbanki Íslands

Magnús Torfason:

Eins og menn vita, er jeg eindreginn fylgismaður þessa máls, og þykir mjer því verra, að þessi dagskrá er fram komin. Þó tel jeg sjálfsagt, að hún verði vel athuguð, og jeg tel sjerstaklega ástæðu til, að hæstv. stjórn athugi þetta vel, þar sem talin eru nokkur tvímæli á því, að stjórnin hafi afl til að koma þessu máli í gegnum þingið. Því vil jeg mælast til, að stjórnin athugi það í fundarhljeinu, hvort hún hafi það afl atkvæða í Ed., sem duga muni til að fleyta þessu máli gegnum þá háttv. deild. Vænti jeg svo, að hæstv. stjórn skýri frá þeirri niðurstöðu, sem hún kemst að í þessu, er fundurinn hefst aftur; en um það hvernig jeg muni greiða atkvæði, tel jeg ekki viðeigandi að skýra frá þegar á þessari stundu.