08.03.1926
Efri deild: 22. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í D-deild Alþingistíðinda. (2982)

54. mál, kaup á snjódreka og bifreiðum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer finst, að Þverárnetið komi þessu máli lítið við, en jeg skal þó taka það fram, að ef vegamálastjóri segir, að það sje tilgangslaust að fylgja fram þeirri styrkveitingu, þá mun það ekki gert, þótt heimildin sje fengin. Það, sem hræðir mig mest viðvíkjandi þessum snjóbíl, sem reyndar samkvæmt umræðunum á helst að nota á auðri jörð, er það, að búið er að reyna hann í hjeruðum, sem ekki eru ósvipuð og hjer, og þar hafa þeir ekki reynst vel. Norska fjelagið er hætt við þá. Og þar við bætist, að vegamálastjóri, sem líka hefir reynt þá, hefir enga trú á þeim. Jeg fæ ekki betur sjeð en að taka verði mikið tillit til þessa.