14.05.1926
Neðri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í D-deild Alþingistíðinda. (3053)

128. mál, réttur erlendra manna til þess að leita sér atvinnu á Íslandi

Flm. (Jón Baldvinsson):

Jeg þakka hæstv. stjórn undirtektirnar, svo langt sem þær náðu. En jeg get ekki skilið, að sú ástæða, er hæstv. atvrh. (MG) drap á, um of hátt kaupgjald hjá verkafólki í landinu, sje fyrir hendi. Og ekki skil jeg í því, að atvinnurekendur eigi neina sanngirniskröfu á því að fá að nota erlenda verkamenn. Aðeins ljelegri hluti erlendra verkamanna fengist til að vinna hjer fyrir lægra kaup en innlendum verkamönnum er greitt. Hæfir menn og dugandi mundu ekki fást, svo vandsjeður yrði gróðinn af lágu kaupgjaldi.