04.05.1926
Neðri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í D-deild Alþingistíðinda. (3217)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Pjetur Ottesen:

Jeg skildi hæstv. atvrh. (MG) þannig, að það væri meiningin að láta hið væntanlega strandvarnarskip taka að sjer þessar mælingar á Breiðafirði, og ef til vill víðar á landinu. Jeg minnist þess, að þegar mæld var leiðin inn að Skógarnesi, þá tók það víst 5 vikna tíma, og ef það er meiningin að fara að binda skipið við slíkar mælingar á mörgum stöðum, þá er jeg hræddur um, að þær vonir bregðist, sem allur almenningur hefir gert sjer um not þess og þýðingu fyrir fiskveiðarnar.