10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2408 í B-deild Alþingistíðinda. (3393)

Málshöfðun gegn þingmanni

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg vildi segja nokkur orð um tvö atriði, er fram hafa komið.

Út af fyrri ræðu hæstv. fjrh. vildi jeg mælast til þess við hæstv. forseta, að hann bæri mína till. upp fyrst, og vona jeg, að háttv. 1. þm. S.-M. greiði henni atkv. Hún fer lengra en beiðni hæstv. fjrh. að því leyti, að hún heimilar honum að lögsækja mig fyrir alt, sem jeg hefi um hann sagt. (Fjrh. JÞ: Jeg hefi ekki beðið um það).

Jeg ætla ekki að tala neitt um hegningarlög eða aðdróttanir. En allir, sem ræðu mína heyrðu, vita, að þar var um engar aðdróttanir að ræða. Og þegar hæstv. fjrh. hafði talað, endurtók jeg það, að jeg hefði ekki verið með neinar aðdróttanir um óheiðarleik í garð hans og væri reiðubúinn að endurtaka ummæli mín utan þinghelginnar. Jeg spurði aðeins um þessi umgetnu atriði.

Að endingu vil jeg enn óska þess, að þingbræður mínir samþykki till. mína.