13.03.1926
Efri deild: 27. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1040 í B-deild Alþingistíðinda. (549)

20. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Umr. hafa nú að mestu leyti snúist um annað en brtt. þær, sem liggja fyrir. (SE: Þær eru heldur ekki svo merkilegar). Það getur nú verið, en um þær var þó deilt við 2. umr., svo gera hefði mátt ráð fyrir því, að eitthvað yrði á þær minst nú við þessa umr. Af því að hv. 1. landsk. (SE) er dauður, vil jeg ekki fara að rifja upp sum atriði í ræðu hans: jeg leiði því hjá mjer að svara honum að þessu sinni.

Það er ekki nema fallegt að skora á þing og stjórn að koma fasteignalánastofnunum betur fyrir en nú á sjer stað. Þetta kom berlega í ljós á þinginu 1921, er lögin um stofnun ríkisveðbanka voru sett. Þó sögðu þá ýmsir þeir, er best vit hafa á þessum málum, að lítil von mundi þess, að sá banki, nýr og óþektur, ætti hægri aðstöðu um að selja sín vaxtabrjef heldur en veðdeildin, sem bjó að eldri reynslu.

Þetta hefir líka komið fram undir umr. nú á milli hv. 1. landsk. (SE) og hv. 3. landsh. (JJ), að ekki sje auðvelt að selja brjefin. En þeir eru ekki sammála um ástæðuna fyrir því, að brjefin sjeu ekki í hærra verði.

Það er vitanlegt, að það er ekki auðhlaupið að því að ráða bót á fyrirkomulaginu um sölu brjefanna, en þó er það engin ástæða gegn því að samþykkja frv., enda hefir ekkert það komið fram, sem mælir móti því, að frv. nái fram að ganga. Með ríkisbankalögunum var svo ákveðið, að geðdeildin gengi inn í bankann jafnskjótt og hann tæki til starfa. Sama mundi og verða upp á teningnum nú, ef ríkisveðbankinn yrði stofnaður, að veðdeildin yrði látin hverfa inn í hann.

Fjárhagsnefnd hefir hvergi sagt, að með þessu frumvarpi væri komið endanlegu skipulagi á fasteignalánafyrirkomulag okkar. Aðeins er nú haldið áfram í sama horfi og verið hefir, á meðan ekki er komið á öðru eða betra skipulagi. Það virðist líka bráðnauðsynlegt, að veðdeildin starfi áfram á meðan ekki er í annað hús að venda. Það er kunnugt, að veðdeildarlán hafa ekki fengist mánuðum saman og að fjöldi manna bíður nú eftir lánum og hefir pantað þau, þegar þessi nýi flokkur kemur til framkvæmda, sem nú er verið að setja lög um.

Það er því augljóst, að þótt frv. þetta nái fram að ganga, er engu spilað úr höndum okkar að því er hætt fyrirkomulag á fasteignalánum snertir.